Efnafræðistúdentinn er að verða búinn að undirbúa allt og ég fer að flýja að heiman, er boðin í kjötsúpu til gagnlega barnsins. (NB - til að koma í veg fyrir misskilning, þá er drengurinn hreint ekki gagnslaus þótt systir hans hafi þetta kenninafn hér.)
Hann er miklu betri kokkur en ég var á hans aldri. Það sama mátti segja um systur hans.