Ég fór með efnafræðistúdentinn á útsölur að kaupa snemmbúna afmælisgjöf handa honum; við keyptum tvennar buxur og þrjár peysur, svo að nú þarf vesalings drengurinn ekki að vera klæðlítill í vetrarhörkunum eins og verið hefur að undanförnu. Ákvað svo þegar það var búið að ég nennti ekki að elda (ojú, það kemur fyrir mig líka einstöku sinnum) og sendi hann á Eldsmiðjuna eftir pitsu. Það hefur sína kosti að búa í grennd við Eldsmiðjuna.
Ég er semsagt ekki í stuði til að gera tilraunir með ólífuolíuís akkúrat núna. Kannski í næstu viku, ég þarf að gera fullt af tilraunum þá hvort eð er. Þá byrjum við að vinna þriðja tölublað Gestgjafans og ég er með svo margar hugmyndir í gangi sem mig langar að vinna úr að ég kem ekki helmingnum af þeim að. Ekki í þetta blað allavega.