Efnafræðistúdentinn bað um sterka paprikusúpu og fékk hana - rauð paprika ristuð undir grillinu og hýðinu flett af, laukur og hvítlaukur kraumaður í ögn af ólífuolíu, hálf dós af söxuðum tómötum, hvítvínsskvetta, allt maukað í matvinnsluvélinni og sett aftur í pottinn, rjómi, pipar, salt, harissa (sterkt chilimauk frá Túnis). Gott fyrir hálsinn, magann og sálina. Ég borðaði baguettebrauð og riojaskinku með, sjúklingurinn treysti sér ekki í neitt nema súpu.