Svolítið fyndið að nú skuli það vera ein helsta fréttin í útvarpinu að nefndirnar sem tilnefna bækur til bókmenntaverðlaunanna hafi stuttan tíma til verksins. Ég man ekki betur en fólk sé búið að tala um þetta í fimmtán ár, eða hvað er nú annars liðinn langur tími síðan farið var að veita verðlaunin, og fresturinn hefur allan tímann verið jafnnaumur.
Reyndar held ég að það standi enn í reglum nefndanna að þær eigi að tilnefna ,,athyglisverðustu" bækurnar, ekki endilega þær bestu (nefndin sem nú er að störfum á svo að velja bestu bækurnar af þessum ,,athyglisverðu"). Og óneitanlega er bók Hannesar athyglisverð - jæja, hefur allavega vakið athygli. Þannig að kannski valdi nefndin einmitt hárrétta bók ...