Frábær hugmynd (not): Svona American Idol-þáttur þar sem keppendurnir eru ekki fólk af götunni, heldur einhver fallin smástirni og one-hit wonders (t.d. Milli Vanilli, Tiffany) sem reyna að komast aftur í frægðarsólina. Mikið hljómar það rosalega spennandi.
En alltaf þegar maður heldur að botninum sé náð í ,,raunveruleika"-sjónvarpi, þá kemur eitthvað nýtt.
Eða þetta hérna. (Reyndar held ég að það hafi ekkert orðið úr þessari hugmynd.)
Æ, ég veit ekki. Ég læt mér nægja að horfa af og til á Survivor. Annars finnst mér raunveruleikinn mun áhugaverðari en raunveruleikasjónvarp.