(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

18.12.03

Eins og Eiríkur nefnir í kommentunum við síðustu færslu, þá voru þrír samanbundnir árgangar af Almanaki Þjóðvinafélagsins, 1914-1916 eða 1915-1917 á meðal þess lesefnis sem við systkinin gleyptum í okkur í bernsku. Þar var margvíslegur fróðleikur, meðal annars um skipaskurði, bréfdúfur, friðarsinna, mannanöfn í Færeyjum og ótalmargt annað. Og þorskhausa.

Í einum árganginum var nefnilega grein eftir ritstjóra almanaksins, Tryggva Gunnarsson, og fylgdi henni ljósmynd af hesti með þorskhausaklyfjar. Í greininni sýndi bankastjórinn Tryggvi fram á það með óvéfengjanlegum rökum og útreikningum að það borgaði sig engan veginn fyrir bændur að kaupa þorskhausaklyfjar, flytja þær um langan veg og borga vinnuna við að rífa fiskinn úr hausunum. Kostnaður per haus var þá kominn upp í 7,8 aura en úr hverjum fengust að meðaltali 67 grömm af mat. Niðurstaða Tryggva var að þorskhausakaup landsmanna væru afskaplega óskynsamleg og ættu að afleggjast.

Meira vissi ég ekki um málið (nema hvað þorskhausakaup í stórum stíl voru greinilega liðin tíð þegar ég var að alast upp). Ekki fyrr en árið 1980, því þá eignaðist ég bókina sem ég nefndi hér fyrir nokkrum dögum, þessa sem breytti lífi mínu, þ.e. North Atlantic Seafood eftir Alan Davidson. Þar er nefnilega kaflinn The Great Dried Cod's Head Controversy og þar segir Alan frá grein Tryggva og rökum hans, en síðan kemur það sem ég hafði aldrei heyrt, að greininni var svarað, að vísu ekki fyrr en 11 árum síðar, og það var Guðmundur Finnbogason sem steig fram og gerði gagnárás. ,,It was a massive one, in which he deployed mathematical, social, political, moral, linguistic, historical and hygienic arguments in favour of the dried cod's heads," segir Alan og rekur svo ýmsar röksemdir Guðmundar. Lokaorð kaflans eru þessi:

,,In conclusion, Finnbogason invited Icelanders to compare their staple rye bread with cod's heads. What had the eating of rye bread brought about? What virtues had it prompted, with what words had it enriched the language? The answers must be nothing and none. 'Why, anyone was capable, from the very outset, without any instruction and with his eyes closed, of stuffing rye bread into his mouth.' (Game, set and match to Finnbogason.)"

|