Geiri í sjónvarpinu. Mikið ofboðslega er orðið langt síðan ég hef farið á ball með Geira.
Ég man eftir fyrsta skiptinu (unglingaböll ekki meðtalin). Smeygði mér innum hálfopnar brunadyrnar á Bifröst á fimmtudagsballi í Sæluviku, nýorðin fimmtán ára. Náði síðasta hálftímanum.
Ég man eftir ótal öðrum böllum næstu fáein árin, flestum í Miðgarði, Bifröst, Höfðaborg, kannski Húnaveri, Skjólbrekku, líklega víðar. En þau renna reyndar meira og minna saman í minningunni.
Ég man eftir partíi á Króknum þar sem allir lágu emjandi í hláturskasti fyrir framan sjónvarpið: Geiri á skjánum að tjútta og syngja Nú er ég léttur og Bíddu við. Það var upphaf frægðarferils hans.
Ég man eftir Geira með permanentið.
Erlagóðaerla ...