Við konungshirðir var víst áður fyrr oft hafður sérstakur maður í því djobbi að smakka á öllu sem borið var fyrir kónginn til að athuga hvort það væri eitrað. Kannski fæst ekki mannskapur í þetta starf lengur, allavega ætla þeir í Tælandi að nota mýs til að eiturprófa matinn sem á að bera fyrir George W. Bush og fleiri á leiðtogafundi á næstunni. En músarræflarnir fá ekki einu sinni að smakka kræsingarnar, heldur verður sýnishornum sprautað í þær.