(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

5.10.03

Í framhaldi af því sem ég var að skrifa áðan ...

Djúpdæla saga segir frá fólki og atburðum á 18. og 19. öld og þegar hún kom út voru allir sem þar segir frá löngu látnir og yfirleitt börn þeirra og aðrir nánir afkomendur einnig. Það sama verður hins vegar ekki sagt um Sögu Eiríks Magnússonar (Mera-Eiríks), sem kom út 1912. Uppistaðan í báðum bókunum er handrit Símonar Eiríkssonar í Litladal, sem var langalangömmubróðir minn (já, og langalangafabróðir líka, ég er bæði komin af hjónabands- og framhjátökubarni föður hans) en Mera-Eiríkssaga er með viðbæti Símonar Dalaskálds og gefin út af honum.

Dalaskáldið hefði ábyggilega átt heima sem blaðamaður á Séðu og heyrðu eins og eftirfarandi klausa, sem komin er úr viðbæti hans, ber með sér (ég ætla nú að sleppa nöfnunum; það gerði Símon ekki og var þó nærri allt fólkið sem hér kemur við sögu bráðlifandi þegar bókin kom út):

,,A er haldin laundóttir B bónda í X, voru ástir miklar með honum og C konu D, og mjög nauðugur giftist B E, en var drifinn til að eiga hana af frændfólki þeirra beggja, enda var hún þá þunguð eftir hann, má nokkuð marka huga hans af eftirfarandi vísum, er sagt var að hann kvæði brúðkaupskvöldið:

Líður á daginn meir og meir
mælt er allt og vegið.
Eftir eru tímar tveir
tíu hefur klukkan slegið.

Einskis framar óska eg meir,
angurs mærður pínu,
en að væru aðeins tveir
eftir af lífi mínu.

B bar þó á móti því við söguritara að hann hefði ort vísurnar við þetta tækifæri og er það líklega satt". (leturbreyting mín)

|