Hvernig fær Fréttablaðið það út að tindátar sem eru frá árunum 1880-1907 séu ,,tveggja alda gamlir"? Er það af því að sumir þeirra eru frá næstsíðustu öld?
Er ég þá aldargömul, af því að ég er fædd laust eftir miðja síðustu öld?
Líklega.
(Á sömu opnu er nýyrðið ,,gatarmál", sem mér sýnist tákna mál á gati sem sagað er í eldhúsbekk.)