Þegar ég kom heim beið eftir mér póstkort sem Boltastelpan hafði skrifað daginn eftir komuna til Krítar. Það kom þó á undan henni (flugvélin er komin í loftið fyrir nokkru). Það kemur ekkert á óvart að textinn er allur um mat og ketti. Framan á kortinu er aftur á móti mynd af ævafornri svartklæddri grískri kerlingu að baka daktyla-brauð í útiofni. Efnafræðistúdentinn fékk líka tvö póstkort, bæði eru skreytt myndum af grískum karlfauskum. Grikkir verða mjög myndrænir með aldrinum.