Því er gjörsamlega stolið úr mér núna, en er ekki til íslenskt heiti á þjóðsagnalandinu sem Danir kalla Slaraffenland, Frakkar Cockaigne, Hollendingar Luilekkerland, Ítalir Chugagna og svo framvegis? Þar sem er slík ofgnótt af mat að allt er ætt - húsin eru úr sætabrauði og súkkulaði, girðingarnar úr pylsum, trén skarta raviolikoddum í stað laufblaða, rjómi og bráðið smjör renna í lækjarfarvegum, það rignir rauðvíni af himnum ofan og hrossin skíta soðnum eggjum? Og enginn þarf að vinna handtak?