Mig dreymir næstum aldrei neitt. Eða það er að segja - jú, mig dreymir örugglega eins og aðra en það gerist nánast aldrei að ég muni drauminn þegar ég vakna. Ég held að það hafi gerst þrisvar sinnum á síðustu fimmtán árum eða svo. Eins gott að ég er ekki sú típa sem lætur draumana stjórna lífi sínu. Einkum ef miðað er við þessa fáu drauma sem ég man:
Einu sinni dreymdi mig að ég væri farin að halda við Hjörleif Guttormsson.
Fyrir nokkrum árum dreymdi mig söguþráð í heilli hryllingsmynd, sem var svo skelfileg að ég hefði örugglega gengið út í hléi ef þetta hefði verið í bíó. Með skrímslum sem tættu fólk í parta og svoleiðis.
Og í nótt dreymdi mig manninn minn fyrrverandi.