Ég heyrði útvarpskonu tala um það á morgunvaktinni að maður væri svipaður. Svipaður hverjum? hugsaði ég, en þá hélt hún áfram: ,,... hann er kýldur." Og þá áttaði ég mig á því að ,,svipaður" þýddi hjá henni ,,hýddur með svipu". Hmmm.
Og af því að ég er svo dirty-minded (undir stöðugum áhrifum frá Bleiku og bláu), þá sá ég fyrir mér einhverja sadómasó-samkomu og það rifjaðist upp önnur merking orðsins kýldur og svo framvegis ...