(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

5.1.03

Fólk sem langar til að kynna sér heimsbókmenntirnar og aðrar bókmenntir en hefur frekar nauman tíma ætti kannski að líta hingað. Til dæmis ef einhver var að sjá Turnana tvo, hefur aldrei lesið bækurnar en langar til að vita hvað gerist í Return of the King, þá er það hér í hnotskurn.

Fyrir mörgum árum las ég Good Omens eftir Neil Gaiman og Terry Pratchett. Af einhverri ástæðu var ég að flýta mér ósköpin öll við lesturinn og man lítið eftir sögunni en það sem ég man er nákvæmlega það sem söguþráðurinn er hér styttur niður í, ein setning: ,,Five billion people almost DIE, and it is FUNNY." Segir kannski allt sem segja þarf - samt er ég að hugsa um að fara að leita bókina uppi aftur. Og reyndar sá ég þarna fleiri bækur sem mig langar að lesa - löngu útgáfuna - eftir að hafa lesið ljóshraðaversjónina af þeim.

|