Ég var að skoða lista yfir 100 merkustu Breta allra tíma, að dómi mörghundruð þúsund þátttakenda í skoðanakönnun hjá BBC í fyrra. Þetta er dálítið skrítinn listi, kannski ekkert sérkennilegri en efni standa til, en maður setur samt spurningamerki við það þegar gaur eins og Boy George lendir í 46. sæti (og David Beckham í 33. sæti) en brautryðjandi eins og Marie Stopes rétt kemst inn á listann í 100. sæti. Það væri gaman að sjá hve mörg af þessum nöfnum yrðu enn á listanum eftir 10 ár eða svo.
Æ, ég veit ekki. Hverjir ætli yrðu kosnir 100 merkustu Íslendingar allra tíma? Sennilega yrðu Sveppi á Popptíví og Lalli Johns í þeim hópi.