Stjörnuprýddar bækur
Ég er nú frekar ánægð með dómana sem ,,mínar" bækur fá í DV í morgun - Erla, góða Erla og Grímur amtmaður eru þar ritdæmdar á sömu síðu í bókablaðinu og Erla fær 4 stjörnur en amtmaðurinn 4 1/2.
Báðar eiga bækurnar þetta fyllilega skilið, finnst mér. Afskaplega ólíkar bækur - eiga varla nokkuð annað sameiginlegt en að falla báðar í flokk ævisagna - en það var mjög gaman að hafa þær á sinni könnu. Og ég er fróðari eftir. Um íslenskan veruleika 19. og 20. aldar.
Ég er aftur á móti alveg lost í 21. öldinni. En það er annað mál.