Matarholur í bókasafninu
Ég nenni ekkert að skrifa um Davíð. Búin að láta skoðun mína á honum rækilega í ljós. Hún hefur ekki breyst.
Nei, ég áttaði mig á því að ég kannski fleyti mér bara gegnum kreppuna með því að selja bókasafnið í rólegheitum á Ebay. Ég til dæmis sá það mér til undrunar áðan að bók sem ég á hér í hillu og hef ekki opnað árum saman er ansi mikið verðmætari en ég hélt - Bookfinder.com er með 7 eintök sem eru boðin til sölu á 1110 til 1500 dollara. Sem er alveg glás af peningum og verður enn meiri glás þegar krónan fer á flot, er það ekki? Reyndar fann ég eitt eintak annars staðar á 400 dollara, sem er kannski raunhæfara verð - en ágætis peningur samt og ljóst að það eru einhver verðmæti í bókinni. Ég ætti líklega að skoða bókasafnið betur, kannski á ég fleiri svona rarítet.
Og nei, þetta er ekki matreiðslubók.