(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

28.10.08

Hissa er ég á hljóðunum

Þegar ég var í Róm á dögunum ætlaði ég endilega að skoða Pastasafnið sem þar er. Ekki bara vegna áhuga míns á mat og matarsögu, heldur fannst mér það einkar vel til fundið þegar ég sá að það var við Skanderbegsgötu (rétt við Trevi-gosbrunnin) en sú gata hefur skagfirska tengingu ekki síður en Thorvaldsenstorg og fleiri merkir staðir í Róm. Sú tenging er að vísu ekki alveg augljós en fjórfaldur forfaðir minn, séra Hannes Bjarnason á Ríp, orti fyrri hluta á 19. aldar Rímur af Skanderbeg Epirótarkappa, þjóðhetju Albana (Iskander Bey). Um Skanderbeg hafa ekki minni menn en Byron og Longfellow líka ort svo að séra Hannes er þarna í góðum félagsskap.

Mér fannst semsagt tilvalið að heimsækja safnið í minningu hans. En það var þá lokað þegar til átti að taka og allt óvíst um framtíð þess.

En því er ég nú að skrifa þetta að í ljósi síðustu viðburða datt mér í hug þessi vísa, sem mig minnir að séra Hannes hafi ort þegar hænsnin á Hólum vöktu hann af værum blundi, gott ef ekki þegar hann var þar að jarðsyngja dætur prófastsins, sem dóu allar í sömu vikunni:

Hissa er ég á hljóðunum
þá hænsnin taka að umrótast.
Í gömlu vítis glóðunum
grenjið þið nú sem ákafast.

En þetta skilja nú líklega fáir.

|