Sparkað og verslað
Eins og sjá má hérna, á þriðju mynd að ofan, hafa keppnisferðir ungra stúlkna til útlanda tvennan tilgang. Einkum ef farið er til staða þar sem H&M og þesslags búðir eru.
Barnabarnið mitt er þarna önnur frá vinstri og mér sýnist hún hafa verslað eitthvað ekki síður en hinar.
Mér skilst að liðið sem þær unnu í gær sé að meðaltali hátt í ári eldra en þær, flestar fæddar 1992 og sumar 1991 en KR-stelpurnar allar fæddar '92 og '93 (Hekla líklega einna yngst, fædd í nóvemberlok '93) og í því hafi verið 8 stelpur úr finnska U-17-landsliðinu. Enda var sigur stelpnanna í leiknum í gær talinn óvæntustu úrslit mótsins hingað til. Hvort sem þær vinna eða tapa í dag eru þær búnar að ná frábærum árangri.
(Nei, fótboltaáhugi minn er ekkert meiri en hann hefur verið. Ég er bara montin amma.)