Matur og Visa-menning
Ég hef nokkrum sinnum minnst á matreiðslubók sem ég á sem skartar Visakorti á kápumyndinni og er gefin út af útgáfufyrirtækinu Matur og menning. (Tókst ekki að snúa myndinni þegar ég setti hana inn á bloggið, sorrí.)
Ég vissi að það væri önnur bók í sömu seríu þar sem þessi er merkt 2 en hafði aldrei rekist á hana. Í dag fann ég hana hinsvegar í Bókinni - en það var númer 3. Þannig að það er allavega ein enn. Og það sem meira er: númer 3 er líka með Visakorti. Nú bara verð ég að eignast númer 1.
Þetta er nú svolítið íslenskt.