(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

26.5.08

Slysaárið '86

Við dótturdóttirin fórum áðan í '86-leiðangur. Hún er að gera verkefni í skólanum þar sem farið er aftur til fortíðar, hennar bekkur fékk úthlutað árinu 1986 og hún átti að sjá um tískuhliðina ásamt öðrum. Þar sem ég var til allrar guðs lukku afskaplega langt frá því að tolla í tískunni 1986 (eins og reyndar önnur ár) og móðir hennar var búin að farga mestöllu sínu tískuglingri var fátt að finna hjá okkur. Við fórum því í búðirnar hjá Hjálpræðishernum og Rauða krossinum. Fundum reyndar eitt og annað en tískuvitund mín er nú ekki mjög mikil og við keyptum því aðeins einn fallega bleikan, stuttan jakka með axlapúðum. Svo fórum við í Bókina og fundum þar slatta af tískublöðum frá 1986 - og með því sem móðir stúlkunnar gat þó grafið upp af sínu ungpíudóti ætti að vera hægt að gefa eitthvert sýnishorn af tískunni frá þessu ári. Því miður, liggur mér við að segja. Verst að Duran Duran-trefillinn finnst ekki ...

Ég sagði barninu frá bleiku smekkbuxunum sem ég átti á þessum árum. Hún spurði hvort ég hefði gengið í þeim í alvöru og ég neyddist til að játa það á mig. Líklega gæti ég rifjað upp fleiri flíkur sem ekki er ástæða til að vera stolt af. Eða bara ekki ástæða til að rifja upp yfirleitt.

Kannski ég dragi upp gamla myndaalbúmið mitt til að sýna barnabarninu.

|