Flutningamatarboð
Flutningarnir í gær gengu ágætlega, matarboðið í gærkvöldi þó enn betur - hvorttveggja varð stórslysalaust þótt eitthvað brotnaði eins og gengur (af þeim sökum urðu réttirnir einum færri en til stóð).
Skondið annars að það skyldi hittast svo á að þetta var sama daginn þar sem matarboðið var eiginlega til að launa einkasyninum og nokkrum vina hans fyrir aðstoð við flutningana hingað á Grettisgötuna fyrir rúmu ári.
Matseðillinn var annars svona:
grafið kindafillet/límónumaríneruð hörpuskel/kúskús með basilíku og arganolíu
Castell de Villarnau cava
hráskinka með þurrkuðum perum og klettasalati
pistasíu-risarækjur með lárperumauki
Torres Esmeralda
kornhænusúpa með smjördeigsstöngum
andabringusalat með klettasalati og granateplafræjum
Francois d’Allaines pinot noir
skötuselur með sætkartöflustöppu og paprikumauki
Emporio frá Sikiley
nautalund með portobello- og kastaníusveppum, ofnsteiktu grænmeti og sósu
Castello di Querceto Chianti Classico
fjórir ostar
púrtvín
þrílitar súkkulaðiísrósir með hindberjasósu
kaffi og konfekt
Calvados, koníak og Pedro Ximenes
Þetta var nú bara ágætt allt saman.