(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

24.10.07

Kerlingarraus

Ég fór að hitta hjartalækninn áðan. Það fór alveg ljómandi vel á með okkur og hrifning mín af læknum minnkaði ekkert við þessa heimsókn. Hann var helst á því að orsökin fyrir öllum mínum umkvörtunarefnum væri að ég hefði ekki haft vit á að hætta hjá Fróða þegar flutt var upp á Höfða á sínum tíma. (Ókei, hann sagði það ekki berum orðum - en var á því að allt væri þetta af því að ég labbaði ekki lengur í vinnuna, enda fann ég ekki fyrir neinu fyrr en 2-3 mánuðum eftir að við fluttum uppeftir. Þannig að sennilega fer allt í besta lag þegar við flytjum aftur á Bræðraborgarstíginn og ég fer að hreyfa mig aftur.)

Ég á nú samt að fara í einhverjar myndatökur og blóðprufur í fyrramálið, svona til öryggis. Til að gá hvort ég sé nokkuð á leiðinni að fá blóðtappa eða hjartaáfall eða krabbamein eða eitthvað. Og halda áfram að leita að ástæðu fyrir Dularfullu sökkhækkuninni sem ég er búin að vera með árum saman. Hmm, síðan farið var upp á Höfða, nánar til tekið.

Gagnlega barnið segir að ég sé að breytast í kerlingu. Sem er nákvæmlega það sem ég er sjálf búin að segja árum saman.

Ég er samt ekki að fara að prjóna.

|