Svalandi
Af því að það er útlit fyrir þokkalegt veður áfram eitthvað fram eftir vikunni, þá er hér ein hugmynd fyrir svaladrykki:
Prófið að frysta vínber og setja út í ávaxtasafann eða sangríuna í staðinn fyrir klaka. Eða kannski skera t.d. nektarínur í báta og frysta. Svo borðar maður bara hálffrosna ávextina á eftir.
Svo má líka frysta vínber og narta í þau í staðinn fyrir nammi. (Eða ekki í staðinn fyrir, þetta er nammi.