Vetrarmatur í Bístró
Við fórum í innkaupaleiðangur fyrir Bístró áðan og birgðum okkur upp af pottum og öðru eldhúsdóti. Og almennilegum hnífum. Án þess að ég þyrfti nokkuð að nöldra um það sérstaklega. Á Gestgjafanum var ég oft búin að spyrja (gjarna hátt og í áheyrn hinna ýmsu framkvæmdastjóra Fróða síðustu árin) hjá hverjum ég þyrfti eiginlega að sofa til að fá almennilega hnífa. Það komu aldrei nein viðbrögð við því ...
Blaðið kemur svo úr prentsmiðju á morgun og ætti að fara í dreifingu á fimmtudaginn. Stútfullt af matarmiklum súpum og vetrarmat. Passar aldeilis vel í svona veðri. Fiskur, grænmeti, kjúklingur og margt fleira. Ég rifja upp fyrstu tilraun mína á matargerðarsviðinu. Mac'n'cheese ... (nei, það var ekki alveg tilraunin - en það eru tengsl).