Strætónöldur
Ég missti af strætó í morgun. Kom hlaupandi (og það er nú ekki á hverjum degi sem ég hleyp) og strætóbílstjórinn lokaði á nefið á mér, ég get svarið að ég var komin að dyrunum áður en þær lokuðust alveg. Ég bankaði en hann keyrði bara af stað. Urr.
Í fyrravetur var þetta ekkert mál, þá þurfti ég bara að bíða í tíu mínútur eftir næsta vagni. Fúlt en samt í lagi.
Í vor var þetta heldur ekkert mál, þá gat ég tekið fimmuna upp á skiptistöð og þaðan stutt labb í vinnuna.´
Núna ganga vagnarnir á tuttugu mínútna fresti og það er engin fimma.
En það eru bara tvær vikur eftir ...