Fasteignabrask fjölskyldunnar
Það er ekki bara ég sem stend í fasteignaviðskiptum þessa dagana.
Gagnlega barnið og uppáhaldstengdasonurinn, sem voru ekki í neinum íbúðaskiptahugleiðingum fyrir hálfum mánuði, eru núna búin að selja íbúðina sína, kaupa raðhús og fá það afhent. Eru farin að mála og undirbúa flutninga og Sauðargæran skildi ekkert í því af hverju var ekki hægt að flytja bara strax í gær, þegar þau fengu lyklana. Var hinn fúlasti þegar honum var sagt að hann gæti ekki sofið í nýja húsinu í nótt ... Hann sér þann eina annmarka á flutningunum að hann muni þurfa að fara í Víking en ekki í KR. Sem er víst háalvarlegt mál. Systir hans gerir að sjálfsögðu ekkert slíkt, enda var hún að byrja í Hagaskóla og ætlar að halda þar áfram, hvað sem öllum flutningum líður. Og þar með auðvitað í KR.
Það er semsagt ekki mín fjölskylda sem er ábyrg fyrir kólnun á fasteignamarkaði.