Breytt til í barferðum
Við ritstjórnarfulltrúinn komum að lokuðum dyrum á Vínbarnum áðan. Meira en klukkutíma eftir auglýstan opnunartíma ... þetta er nú bara skandall. Við alveg vegalausar - nú er horfið Norðurland og allt það - en svo mundum við eftir barnum á Salti. Hann hefur meira að segja þann kost fram yfir Vínbarinn að maður getur keypt sér tapasdisk. Sem við gerðum og gæddum okkur á kengúrukjöti, lambafilleti, hlýra, hráskinku og einhverri súpu. Bara fínt og þótt við skiptum með okkur einum svona diski (1400 krónur), þá dugir það til þess að mig langar ekkert í kvöldmat.
Ekki svo slæmt. Kannski við komum oftar við á Salti eftir vinnu. Ekki síst þegar við erum svangar.