Alltaf í boltanum ...
Boltastelpan ætlar að standa rækilega undir nafni þetta sumarið. Hún spilar bæði með A- og B-liði 4. flokks KR og í gær spilaði hún leik með 3. flokki. Var yngst allra á vellinum, enda verður hún ekki 13 ára fyrr en í nóvemberlok en yfirleitt eru í 3. flokki stelpur sem verða 15 og 16 ára á árinu.
Ég veit minnst um hvernig leikir hafa farið í heimsmeistarakeppninni en ég veit að 3. flokkur stelpna hjá KR gerði jafntefli við Fylki í gær. Og A-lið 4 flokks vann Álftnesinga 10-0 á dögunum.
Reyndar veit ég jú að Portúgalar eru í undanúrslitum HM. Ég ætla nefnilega að fara að dæmi Sauðargærunnar og styðja Portúgal. Hann er mikill Portúgalsmaður og er alltaf að segja mér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar í landi. Hann fór nefnilega í vikuferð til Portúgals í fyrrasumar og tók eftir öllu þar. Og ég meina öllu.
Ég er viss um að í næstu viku verður hann orðinn mikill Danmerkurspesíalisti.