Ég er í kjólavandræðum. Nei, mig vantar ekki kjól, ég þarf bara að velja. Er að fara í síðkjóladinner á eftir og nú er spurningin: Á ég að fara í fjólubláa síðkjólinn minn, sem er fínni, eða vínrauða síðkjólinn, sem er þægilegri (ekki að sá fjólublái sé neitt sérlega óþægilegur svosem)?
Ég hef reyndar fengið þá gáfulegu ráðleggingu að fara í þann kjól sem er rýmri í mittið. Þetta er nefnilega ellefu rétta kvöldverður ... Þá er það víst sá vínrauði.
Þetta telst líklega til lúxusvandamála.