Ég er alltaf að sjá það betur og betur að ég tilheyri ekki Íslendingum. Allavega ekki hvað neyslu varðar (né skoðun á áramótaskaupinu, en það er annað mál).
Íslendingar eyddu 600 milljónum eða hvað það nú var í rakettur um áramótin. Ég keypti ekki einu sinni stjörnuljós.
Íslendingar sendu 800.000 SMS um áramótin. Ég sendi ekkert SMS. Fékk ekkert heldur.
Íslendingar versluðu fyrir égmanekkihvaðmarga milljarða út á kreditkortin sín fyrir jólin og eiga von á einhverjum svaðalegum febrúarreikningum. Ég keypti bækur fyrir 2500 kall á Amazon.
Ég er líklega bara ekki nógu mikill þátttakandi í neysluþjóðfélaginu. Ekki nógu mikill styrktaraðili Baugs og bankanna.
Verð að fara að bæta úr þessu.