Við sitjum hér við að leggja síðustu hönd á janúarblaðið, sem er að fara í prentsmiðju á eftir, með Ég sá mömmu kyssa jólasvein glymjandi í eyrunum. Það er nefnilega jólaball fyrir börn starfsmanna í salnum inn af kaffistofunni.
Mín börn höfðu ekki áhuga á að mæta.
En þegar janúarblaðið er farið get ég einbeitt mér að því að koma mér í jólaskap. Þótt ég komist ekki í frí eins og ég ætlaði mér sé ég fram á að vinna bara hálfan daginn næstu viku. Og ekki á Þorláksmessu, auðvitað.
Eins gott. Jólaundirbúningur er ekki hafinn á mínu heimili, að skinkunni náttúrlega frátalinni.