Það er nú kannski ekki mikið að græða á kaflanum um Órólegar hugsanir í Amerískum ráðum, en hann er svohljóðandi:
,,Hvíld, svefn og Schuesslers Nerve salt mun hjálpa mikið til að stilla hugsanirnar. Það er einnig gott að taka inn einn skamt Phosphorus pillur þrisvar á dag. Tak saltið kvöld og morgna, hitt milli máltíða. Drekk ekki mikið kaffi."
Og krabbameins-kaflinn á eftir er svona:
,,Það eina sem læknar þennan sjúkdóm er rafmagn; samt hefir það áunnið bta, sérstaklega við byrjun sjúkdómsins, að tak: Hydrastis, Arsenicum, einn skamt kvöld og morgna, og Ferrum Fosphoricum 1/2 tíma á undan máltíðum."
Hmm, eitthvað hefur nú krabbameinslækningum fleygt fram frá 1922. Jafnvel ráðum við óreglulegum hugsunum líka.