Ég var að fletta því upp hjá mér áðan að fyrir tveimur árum var jólablaðið að fara í prentun viku seinna en það gerir núna og við vorum samt allt of seinar með það og vorum að vinna fram á nætur síðustu dagana. Núna lítur þetta allt ágætlega út, það eru fjórir virkir dagar eftir í prentsmiðjuskil og svo helgin. Allt efni komið nema ein grein og mestallt prófarkalesið og komið í umbrot. Búið að taka nánast allar myndir.
Jólablaðið fyrir tveimur árum var 116 síður og þótti stórt. Jólablaðið í ár verður 164 síður. Og á sama tíma og það var unnið kláraði starfsfólk Gestgjafans tvær matreiðslubækur sem báðar eru komnar í prentun.
Fyrir tveimur árum hefði mér ekki dottið í hug að stinga af til útlanda rétt fyrir prentsmiðjuskil. Núna sé ég ekkert að því.