(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

25.10.05

Við skarlatssóttarsjúklingurinn steiktum laufabrauð í morgun. Eða laugardagsbrauð, eins og drengurinn sagði. Bara nokkrar kökur fyrir myndatökuna. Hann fékk að gera sína eigin köku, sem var reyndar töluvert þykk og hann gafst upp á mynstrinu í miðju kafi - en hann borðaði hana samt með bestu lyst. Og systir hans borðaði andarbringu og laufabrauð í kvöldmatinn. Lét vel af þeirri samsetningu.

Ég steikti líka nýjan kalkúna, sem var reyndar bara hið besta mál því að hann var mun betur vaxinn en sá gamli (það er ótrúlegt hvað kalkúnar eru misvel vaxnir, það vita þeir sem hafa þurft að steikja fjöldamarga slíka fyrir myndatökur) og flottari á allan hátt.

Við náðum alls að mynda eina ellefu rétti og erum þar af leiðandi nærri búin - tökum einar fjórar myndir í fyrramálið og endum svo á skötunni. Um leið og hún er frá loftræsti ég íbúðina rækilega og fer í vinnuna. Vonandi verður lítið eftir af skötulyktinni þegar ég kem aftur.

Vonandi.

|