Jæja, myndatakan búin - við tókum nærri hálfa matreiðslubók í dag. Litla að vísu, en samt ...
Við erum semsagt að gera bók um jólamat - hefðbundinn - og hún er mynduð í eldhúsinu hjá mér. Þess vegna er ekki bara jólalykt á Kárastígnum, heldur er jólaskraut vaðandi hér um allt. Er að furða að maður sé stundum dálítið ruglaður í ríminu. Og svo er ég með Hallgrímskirkju hérna nánast inni á eldhúsbekk og auðvitað var farið að hringja klukkunum þar í miðju kafi.
Við höldum svo áfram með tökurnar á mánudag og þriðjudag - sleppum morgundeginum því að ljósmyndarinn þarf að komast norður í rjúpu. En það verður semsagt overflod af steikum og gúmmulaði hér næstu daga og svangt fólk má alveg kíkja inn um kvöldmatarleytið. Ekki borða ég þetta allt ein.