Ég er búin að fá þrjú bréf að undanförnu þar sem heimilisfangið mitt er skrifað ,,Reykjavik, Israel". Eitt hafði greinilega lent í Ísrael en hin báru ekki merki um það - kannski þau hafi lent í höndum á einhverjum landfræðikunnugum póststarfsmanni áður en svo fór.
Bréfinu sem lenti í Ísrael hefði ég eiginlega þurft að svara mánuði áður en mér barst það í hendur. Ég veit ekki hvort það var svona lengi að flækjast í ísraelska póstsísteminu eða hvort póstsamgöngur við Ísrael eru bara svona lélegar.
Minnir mig á þegar efnafræðistúdentinn var að horfa á Olsen-banden-mynd og sá skilti sem á stóð ,,Postvæsenet". Hann hélt að þetta væri brandari og fannst þarna vera gott skot á póstþjónustuna. Póstvesenið.