(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

27.8.05

Við mæðgurnar ætlum að bregða okkur til London í desemberbyrjun að gamni okkar. Fengum ódýrt far svo að ég ákvað að panta gott hótel sem mætti alveg kosta dálítið; datt í hug að athuga Cumberland, sem ég hef áður gist á og var mjög ánægð með og fór á www.octopustravel.com , sem ég hef stundum notað til að panta hótel. Fletti þessu upp og athugaði hvað fjórar nætur í byrjun desember kostuðu. 1028 pund fyrir herbergi með tveimur rúmum. Hmm. Dálítið fyrir ofan það sem ég hafði hugsað mér. Ákvað að láta hótelpöntun bíða betri tíma.

Nokkru seinna var ég að athuga eitthvað á annarri síðu sem ég hef notað, www.activehotels.com , og datt í hug að skoða betur hótel í London. Eitt af þeim fyrstu sem ég rakst á var einmitt Cumberland. Herbergi með tveimur rúmum kostaði þar 477 pund fyrir fjórar nætur í byrjun desember. Sprengingarnar í neðanjarðarlestunum? Nei, verðið hjá octopustravel var það sama (og er enn). Eini munurinn var að morgunverður var innifalinn í hærra verðinu, ekki í því lægra.

Svo að ég fór að athuga fleiri hótelsíður. Verðin sem ég fann fyrir nákvæmlega sama gistimöguleika voru mjög ólík: 876 pund hjá www.totalstay.com , 657 pund hjá www.hotelocity.com , 599 pund fann ég einhvers staðar ... Það borgar sig greinilega að gera samanburð þegar pantað er á netinu.

Ég gæti auðvitað fundið mun ódýrari gistingu. Stundum er mér alveg sama þótt ég gisti einhvers staðar þar sem fataskápurinn hrynur þegar maður reynir að hengja upp föt, sjónvarpið virkar ekki, það er fúkkalykt í herberginu (nei, mér er reyndar ekki alveg sama um það), herbergið er vissulega með sérbaði en það er bara frammi á gangi, lyftan er einn fermetri og lúsast áfram eins og farlama öldungur og það er hvorki hægt að draga gardínurnar frá né alveg fyrir (ég hef lent í þessu öllu á ódýrum hótelum í London). En stundum langar mig bara til að láta fara vel um mig. Og það fór alveg ljómandi vel um mig þegar ég gisti á Cumberland í fyrra.

Svo eru ódýru hótelin í London ekkert endilega mjög ódýr. Í júní gisti ég eina nótt á Rose Court, sem er um hundrað metra frá Cumberland en er bara tveggja stjörnu. Allt í lagi en ekkert meira (lyftan og gardínurnar sem ég nefndi hér á undan voru þar). Fjórar nætur þar í byrjun desember kosta 360 pund.

Annars var ég að lesa pistil áðan eftir mann sem var að kvarta yfir að það væri of mikið af upplýsingum um hótel og allt þess háttar á netinu; hann var einmitt búinn að finna hótel í London sem honum leist mjög vel á en þá rak konan hans augun í að í morgunverðarsalnum hanga verk eftir listamann sem henni líkaði ekki og neitaði að gista þar ...

|