,,Most people spoil garden things by over-boiling them. All things green should have a little crispness, for if they are over-boiled, they neither have any sweetness or beauty."
Þetta er úr enskri matreiðslubók - og nei, ekki frá síðustu áratugum, heldur úr The Art of Cookery made Plain and Easy eftir Hannah Glasse, sem fyrst kom út 1747 og var vinsælasta matreiðslubók í enskumælandi löndum fram á 19. öld. Það virðist samt ekki duga til; ofsoðið grænmeti er eitt af því sem gjarna er nefnt til marks um hvað ensk matargerð sé vond (en það sama mætti reyndar segja um fleiri).
Persónulega finnst mér enskur matur afbragðsgóður. Það er að segja þegar hann er góður. Sem ég skal fúslega játa að getur verið töluverður misbrestur á.