Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju ég má ekki tala um hráefni í fleirtölu? Mér sýnist að í Ritmálsskrá orðabókarinnar sé orðið alveg eins haft í fleirtölu í elstu heimildum sem þar eru. Enginn sér neitt að því að tala um fíkniefni eða auk(a)efni í fleirtölu. Af hverju þá ekki hráefni?
Og fyrst ég er öll í efnunum núna (án þess að efnafræðistúdentinn og heteróhringirnir hans hafi neitt með það að gera), af hverju á að skrifa aukefni en ekki aukaefni?