Er einhver þarna úti sem kann fyrripartinn af vísu sem mig minnir að sé eftir Stefán Jónsson alþingismann og endar svona:
Berðu sultu á baunirnar
svo þær ballanseri á hnífnum.
(Hnífnum er auðvitað borið fram ,,hníbbnum".)
Mig bráðvantar fyrrihlutann af þessari góðu ráðleggingu og það væri ekki verra að vita til hvers henni var beint. Ég rakst nefnilega á þessa vísu áðan:
I eat my peas with honey,
I've done it all my life,
It makes them taste quite funny
But it keeps them on the knife.