Efnafræðistúdentinn var í sjónvarpinu áðan í hlutverki tilvonandi brjálaða vísindamannsins. Hann er nú sætur, blessaður ...
Ég var að passa barnabörnin áðan. Fékk Sauðargæruna til að fara í náttfötin með því að segja honum söguna af Sokkaskrímslinu sem býr undir rúminu hjá móðurbróður hans og bítur í tærnar á honum þegar hann er að klæða sig í sokka á morgnana. Honum fannst þetta mjög merkilegt og var sjálfur farinn að búa til sögu af Kaffiskrímslinu. Ætli ég frétti ekki næst að drengurinn neiti að fara að sofa á kvöldin af því að hann sé svo hræddur við skrímsli undir rúminu.
Mér var gefið áðan hreint úrvalsgott belgískt súkkulaði sem ég þakka hjartanlega fyrir. Mmmm.