Við efnafræðistúdentinn skruppum út áðan. Ég var í kuldaúlpu og batt hettuna fast að höfðinu, var í kuldastígvélum og með lambskinnshanska og var samt kalt. Hann sannaði rækilega það sem einhver sagði í þættinum How do you like Iceland? í gær að Íslendingar klæða sig almennt ekki eftir veðri.
Móðirin: -Mér verður kalt bara af að horfa á þig.
Efnafræðistúdentinn: -Nú, horfðu þá í aðra átt.
Móðirin: -Það tekur í móðurhjartað að horfa upp á þennan glænæpuhátt.
Efnafræðistúdentinn: -Fokk móðurhjartað.
Hann er svosem ágætlega heitfengur. En samt.