Búin að vera uppi í óbyggðum í mestallan dag.
Ókei, þetta er ekkert svo slæmt. Nýja skrifstofan mín er síst verri en sú gamla (og miklu betri en lyftuklefinn sem ég var í þar á undan) og húsnæðið er í rauninni að mörgu leyti betra en vesturfrá. Þannig að ég er alveg sátt við það. Ekki staðsetninguna auðvitað, en maður lætur sig nú hafa það. Í bili allavega.
Ég er búin að koma mér fyrir á skrifstofunni, nema hvað ég er ekki búin að taka upp úr bókakössunum mínum tíu. Vil helst ekki gera það fyrr en kemur í ljós hvort þetta verður til frambúðar eða ekki. Búið að tengja símann, bara eftir að tengja tölvukerfið. Það verður vonandi komið í gagnið í fyrramálið.
Hef ekki haft neinn tíma til að kanna nágrennið, slepptum því að fara á Péturspöbb. En það er bein sjónlína á Vog.