Móðirin (kallar á efnafræðistúdentinn, sem situr inni í borðstofu og er annaðhvort að læra eða spila tölvuleik. Your guess): -Hjalti minn, langar þig ekki í súkkulaði?
Efnafræðistúdentinn: -Nei, eiginlega ekki.
Móðirin: -Andskotans.
Efnafræðistúdentinn: -Nú, langar þig í?
Móðirin: -Jájá, en svo ætlaði ég að nota tækifærið þegar þú værir staðinn upp hvort eð er til að ná í súkkulaðið ...
Efnafræðistúdentinn: -Bíddu, ég heyri ekki í þér (kemur inn í stofu).
Móðirin: -... nota tækifærið þegar þú værir staðinn upp hvort eð er - sem þú ert einmitt núna - til að láta þig leita að gleraugunum mínum.
Efnafræðistúdentinn: -Ég get svosem gert það.
Móðirin: -Og gefa mér súkkulaði, náttúrlega.