Ég er afskaplega svag fyrir eldhúsáhöldum af ýmsu tagi og í öllum mínum utanlandsferðum skýst ég inn í búsáhaldaverslanir þar sem þær verða á vegi mínum og athuga hvort þær selja ekki dippidútta sem ég á ekki fyrir. En þetta hér vantar mig bara alls ekki. Það er ekki svo mikill vandi að skera brauð.
Ég man reyndar að ég sá einu sinni kokk á BBC reyna að sýna hvernig átti að nota tólið. Það tókst ekki vel, brauðsneiðin rifnaði og fór í mylsnu.
Þetta hér vantar mig ekki heldur. Enda er ég ekki vön að tárast mikið yfir laukskurði.