Er eitthvert ykkar sem hefur klúðrað jólamatnum eftirminnilega eða lent í óhöppum eða eftirminnilegum atvikum tengdum honum og væri til í að segja frá því? Við erum að velta fyrir okkur að vera með slíkar sögur í jólablaðinu - ég sagði nú frá því í jólablaðinu í fyrra eða hitteðfyrra þegar ég litaði sósuna með jólasteikinni rauða og ég er viss um að ég þarf ekki að hugsa mig lengi um til að muna eftir öðru jólamatarklúðri. Ég er nefnilega einstakur klúðrari þrátt fyrir allt. Ein samstarfskona mín lenti í því fyrstu jólin sem hún bjó í útlöndum að ekkert var ætt nema eftirmaturinn og þannig mætti áfram telja.
Satt að segja gæti verið gaman að heyra sögur af alls konar eldhúsóhöppum og uppákomum, þær þurfa alls ekki að tengjast jólunum. Ég er viss um að það væri hægt að gera mjög skemmtilegt efni úr þessu, allavega finnst mér svona óhappa- og klúðursögur úr eldhúsinu oft alveg drepfyndnar. Ég þekki líka sjálfa mig svo oft í þeim.