Samræður við kvöldverðarborðið áðan (þetta var nokkurn veginn orðrétt svona):
Efnafræðistúdentinn (ofbýður hvað móðir hans lætur eftir barnabörnunum): - Mamma, þegar ég eignast börn, þá færð þú ekki að koma nálægt þeim.
Boltastelpan: - Þú eignast ekki börn. Þú ert orðinn of gamall.
Efnafræðistúdentinn: - Nú já? Af því að ég er ekki nítján ára? Eða sautján?
Uppáhaldstengdasonurinn: - Er verið að skjóta eitthvað á systur sína og mömmu?
Sauðargæran: - Skjóta? Við Hjalti vorum að skjóta þyrlu áðan. Það var lögguþyrla.
Boltastelpan: - Ég vildi að ég héti Þuríður.
Sauðargæran: - Kakan vill fá meiri ís.
Gagnlega barnið: - Súkkulaðikakan?
Sauðargæran: - Ég er ekki lengur súkkulaðikaka. Ég er snúðakaka.