Ég er ekki í lagi. Ég er búin að sitja hér í klukkutíma í kauplausri yfirvinnu og bíða eftir að uppþvottavélin sé búin að þvo svo að ég geti sett í hana aftur svo að ekkert bíði nú óuppþvegið alla helgina og rétt áðan átta ég mig á að það er ekkert meira uppvask. Eða svo lítið að ég er tvær mínútur að þvo það í höndunum.
Svona getur það farið með mann að fá úthlutað tveimur kynningaropnum fyrirvaralaust. Nánast eins og ,,einn, tveir og elda" - maður fær kassa með vörum og fyrirmælin ,,gerðu eitthvað". Nema í þessu tilviki eru allar vörurnar frá sama framleiðanda og maður er bundinn við það.
En ég er snillingur svo að þetta tókst auðvitað ágætlega. Held ég.